12 mars 2004

home sweet home
þá er ég loksins kominn heim á klakann eftir langt ferðalag!!
ég er reyndar nokkrum dögum á undan upprunalegri áætlun en það á sér allt skýringar! málið er að ég pantaði þennan miða í byrjun nov og þá vissi ég ekki hvað ég ætti að miða við langan tíma í ecuador hjá agnesi og hvað yrði á seiði hjá henni um þetta leyti.. ég var hjá henni í 3 vikur og náðum við að eyða slatta tíma bara tvö ein ásamt því að ég náði að kynnast fjölsk hennar og þannig, þannig að þessar þrjár vikur voru bara nægur tími, sérstaklega í ljósi þess að agnes er að fara núna í vikunni í svo kallaða skiptiviku þar sem hún fer í annan bæ og verður þar í heila viku hjá nýrri fjölskyldu!!

ég lagði af stað frá machala, bænum hennar agnesar, í næstu borg sem er 3 klst í burtu seint á þri kvöldið, til að fljúga þaðan heim... við grétum nottla bæði við skilnaðinn:)
en ég lenti hins vegar í einum skrítnasta rútubílstjóra sem ég hef hitt og þó hef ég ferðast mikið með pétri skarp!!
þannig var að ég fór með svona einkarútu sem tekur bara 5 farþega og hvert sæti er alveg eins og að vera á fyrsta farrými!! það voru tveir aðrir farþegar og þegar við komum í bæinn fóru þeir bara út á næsta horni. ég sagðist þurfa að finna hótel til að gista á og það var ekkert mál, gaurinn fann barasta ágætis hótel fyrir mig.. síðan spurði hann hvenær ég færi á flugvöllinn og ég sagðist þurfa að vera á flugvellinum upp úr 6:30 og þá bauðst hann til að pikka mig upp og skutla mér fyrir 5 $ sem er aðeins meira en taxi kostar en ég ákvað bara að slá til!!
síðan fylgdi gaurinn mér upp á herbergi ásamt fylgdarliðinu sem bar töskurnar og þernu og lobby starfsmanni þannig að það var þröngt á þingi!! síðan þegar allir voru farnir og bílstjórinn var að fara þá spurði hann hvort hann mætti nota klósettið (eða svona meira sagðist þurfa að nota það) og skellti sér inn og þar var hann í svona 15 min að gera nr 2 (sem ég var einmitt búinn að bíða lengi eftir að gera þegar ég kæmi á hótelið í ró og næði) og loksins kláraði kappinn og fór og það var svo vond lykt að ég gat ekki notað klósettið fyrr en eftir hálftíma!! en þetta er ekki allt..........
næsta morgun hringdi konan í lobby'inu upp og vakti mig upp úr 6 eins og um var samið og ég lá í rúminu frekar þreyttur og þá er bankað!!! ég stekk til dyra á brókinni og er þá ekki bílstjórinn mættur kl 6:10. ég vissi ekki hvað var í gangi þangað til að ég sá að hann var með bakpoka með sér og spurði hvort að hann mætti nota sturtuna!! ég sagði bara já og vissi ekki alveg hvernig ég átti að láta.. hann spurði mig hvort að ég ætlaði í sturtu líka (sem ég ætlaði að gera) og ég sagði nei (því ég var ný vaknaður og vissi ekkert hvað var að gerast)
síðan eftir langa og heita og örugglega fína sturtu (þar sem hann notaði auðvitað hótel handklæðið) kom kappinn vel lyktandi út og þá loksins gat ég farið og tekið morgun pissið mitt. þá tók ég eftir að hann hafði hirt allar sápurnar og sjampóið og allt það!!! ég kláraði að pissa og burstaði í mér tennurnar (sem betur fer skildi ég ekki burstan eftir inni á baði kvöldið áður því hann hefði örugglega hirt hann) og var þá reiðubúinn enda klukkan orðin hálf.. þá kom ein spurning í viðbót!! ætlaru að hirða klósettpappírinn??? og ég, reyndar vaknaður þá, vissi ekki hvað maðurinn var að fara, sagði nottla nei og þá fór hann og hirti pappírinn líka!!
eftir þetta var ég ekki alveg viss hvernig gaur þetta væri en þó hann var örugglega bara að nýta sér sjálfsögð réttindi (mín þ.e.)
hann bað mig um að bíða aðeins og fór út úr herberginu og lokaði á eftir sér og ég vissi ekki hvað hann var að meina nema eftir smá stund þá birtist lobby starfsmaður til að halda á töskunum mínum (gaurinn gat ekki einu sinni bara tekið aðra töskuna og ég hina heldur þurfti að ræsa einhvern væskil sem fær svona 5 $ á dag til að fara alla leið upp til að halda á einni skitinni tösku)...
þegar við komum síðan á flugvöllinn þá ætlaði ég að kveðja gaurinn og þá sagði hann að þetta kostaði 5 $ auka (ég borgaði 5 $ fyrir fram kvöldið áður) og ég spurði hvers vegna í fjáranum.. hann sagði eitthvað að hitt hefði bara verið fyrir að finna hótelið og eitthvað kjaftæði.. ég sagði að hann hefði sagt í gær að þetta kostaði 5 $ dollara og hann gæti ekki farið að breyta því núna! þá sagðist hann þurfa að borga fyrir að keyra að flugvellinum og ég sagði að það kostaði 70 cent klst og hann væri búinn að vera þarna í 5 min og lét hann fá 5 cent sem myndu duga fyrir því!!
hann ætlaði ekki að gefa sig og þá sagði ég við hann
"ok ég skal borga þér 5 $ fyrir þetta EN upp á móti þá rukka ég 5 $ fyrir skítfýluna á klóstinu, afnot af sturtunni og klósettpappírinn þannig að við erum kvittir. punktur og basta"
við þessu átti gaurinn ekkert svar og skildum við því nokkuð sáttir að ég held!!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli