28 mars 2004

löngu síðar
vegna annríkis hef ég ekki uppfært síðuna mikið síðan ég kom heim!! en núna er ég alkominn til húsavíkur og búinn að fjárfesta í þessari líka glæsilegu adsl tengingu þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að vera duglegur að blogga og þannig;)
er byrjaður að hanna nýja síðu sem mun vera meira en bara blogg og þannig.. ég ætla reyndar ekkert að lofa því hvenær hún kemst í loftið en það verður fyrr eða síðar..
en svona í bili þá er ég búinn að setja inn myndir frá ballinu í gær með svörtum fötum, sem var einmitt nokkuð gott ball og mikið action í gangi..
þið getið valið myndir af djamminu hérna til hliðar til að skoða myndirnar!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli