06 apríl 2004

afhverju þarf endilega að vera svona kalt núna akkúrat þegar ég er ekki með bíl?? er búinn að vera með bíl síðan ég kom og bara blíða í gangi síðan akkúrat núna er bíllinn í láni og þá byrjar bara að snjóa og frost dauðans!! þurfti að fara inn í frystiklefann í rækjunni í morgun til að hlýja mér, þegar ég kom í vinnu!!
annars er ótrúlega lítið títt eitthvað þessa dagana!!
fór í sund áðan sem er kannski ekki frásögum færandi nema hvað að það voru útlendingar í sundi, og alltaf þegar útlendingar koma í sund þá fara þeir ekki í sturtu áður en þeir hoppa út í laug, heldur koma þeir hauga drullugir og hoppa beint út í!!! þetta finnst mér alveg óþolandi og ég skil ekki afhverju það er ekki bara sendur maður á eftir þeim til að ganga úr skugga um að þeir þvoi sér?? ég óska eftir því að það verði leyst úr þessu sem fyrst.

ég er líka búinn að ákveða að á nýju síðunni, hvenær sem hún verður til, þá ætla ég að hafa svona síðu þar sem ég hef svör við spurningum sem mig hefur vantað svör við í gegnum tíðina!!! þær eru margar spurningarnar sem ég hef þurft að leita svara við og svo ég taki dæmi þá eru spurningar eins og t.d. hvort að vatnið í klósettinu snúist í hina áttina í ástralíu eða hver er munurinn á adsl og isdn, eða hvað er vísitala neysluverðs og afhverju fær maður dökkt naflakusk þegar maður er í hvítum bol?? þetta eru dæmi um spurningar sem ég hef spurt mig og stundum fengið svar og stundum ekki!!
svo er aldrei að vita nema ég bjóði upp á þann möguleika að þið spyrjið mig ef eitthvað liggur ykkur á hjarta.....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli