11 apríl 2004

bara páskar
bara páskar og læti! páskar þýðir djamm og djamm þýðir gaman.. fór á ball í gær og var bara rólegur til að spara mig fyrir ballið í kvöld.
síðan fór ég í skírnarveislu í dag þar sem siggi viðar og silla voru að skíra litlu stúlkuna sína í dag. hún hlaut nafnið Ynja Björt, sem er svolítið öðruvísi en nokkuð gott nafn samt!!
svona í framhaldi af þessu ath ég hvað væru margar sem myndu heita þessu nafni og þær eru einar fimm stúlkurnar og síðan tvær sem heita þessu sem millinafni!!
síðan fór ég að skoða ýmis mannanöfn sem eru lögleg og eru svolítið öðruvísi þó ekki meira sé sagt! ég komst að því að fólk getur laglega verið klikkað þegar að nafngiftinni kemur!! er að vinna í því að gera svona smá lista yfir nokkur öðruvísi nöfn... það verður fróðlegt að sjá hann!

annars fór ég að pæla í einu í dag! málið er að eins og flestir vita þá er það í tísku hjá ungum stúlkum að ganga í svokölluðm g-streng og er bara allt í góðu með það!! oft hefur maður heyrt umræðu um hvenær það sé eðlilegt að stelpur byrji að nota svona því það er jú svolítið skrítið að sjá kannski strenginn standa upp úr hjá einni 12 ára eða svo.. einhvernvegin finnst manni það ekki passa alveg! en það sem ég fór að velta fyrir mér hvort það þyrfti ekki að vera eitthvað hámark á þessu líka?? ég meina hvað myndi maður gera ef maður væri kannski að versla og myndi bara sjá einhverja gamla konu eða bara einhverja á besta aldri eins og það er kallað, vera beygja sig eftir kakósúpu pakka og það myndi bara skína í einhvern voða flottan bleikan streng?? það væri rosalegt að lenda í því maður!!
síðan þegar ég verð kominn á elliheimili eftir svona 50-60 ár ef guð leyfir, verða þá bara allar vinkonurnar með strenginn upp úr að reyna ná athygli hjá okkur strákunum á meðan við erum að drepa hvorn annan í einhverjum sýndarveruleika-leik??
maður náttúrulega veit ekki en það er gaman að velta þessu fyrir sér.....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli