30 apríl 2004

ég er svo bölvaður snuddi að það er að drepa mig! er búinn að sitja núna sveittur í marga klukkutíma að klára uppsöfnuð verkefni úr spænsku fjarnámi sem ég skráði mig í.. þessi "eiginleiki" að gera allt á síðustu stundu getur gert mig gráhærðan.
eru ekki til einhver lyf við þessu?? ég bara spyr.. annars á ég í tölvunni svona dáleiðsluupptöku sem heitir "betri einbeitning" og það er alveg spurning með það að ath hvort það virki ekki á mig. maður á að ná betri árangri í lífinu og skipuleggja sig betur og það er einmitt komið inn á þetta að maður er sterkur og tekst á við verkefnin um leið og þau koma!
mér veitir ekkert af því að þetta virki þannig að ég komi því í verk að taka upp úr ferðatöskunum (kom heim 12. mars!!!!) og svona btw þá er bara 1 1/2 mánuður síðan maður, vá hvað þetta er fljótt að líða...
fyrst ég er byrjaður að opna mig um hvað ég næ að fresta öllu þá ákvað ég að fara til augnlæknis í febrúar í fyrra og er ennþá á leiðinni (er með einhverja svarta depla sem eru óþolandi þegar ég er að lesa eitthvað með hvítan bakgrunn. ef einhver getur læknað mig eða frætt mig um hvað þetta er í gegnum netið væri það vel þegið)
síðan ætlaði ég fyrir 2 vikum að hringja í karlaumingjann sem vinnur hjá DHL og ath hvort hann sé ekki að gera eitthvað í mínum málum (lenti í því að þeir klúðruðu sendingu sem kostaði mig morðfjár og þeir ætluðu að bæta mér það upp en hafa ekkert haft samband. kem með alla söguna þegar þetta skýrist allt saman)
ég fór fyrir 2 árum og gaf blóð, eða réttara sagt gaf sýni, og ætlaði sko aldeilis að gefa blóð í hvert skipti sem blóðbankinn kemur til húsavíkur en viti menn ég hef ekki farið síðan. bæti úr því á mán því þeir eru að koma (búinn að setja í reminder)
síðan ætlaði ég auðvitað að fá mér adsl og fór fyrsta virka daginn minn hérna og keypti það og var síðan brjálaður þegar þetta var ekki komið inn strax daginn áður næstum því!! maður er illa heilbrigður.
síðan svona að lokum þá gerði ég óskarsverðlauna stuttmynd í huganum þegar mér leiddist í vinnunni í guatemala og ætlaði sko aldeilis að svína henni á markaðinn sem allra fyrst en viti menn hvað er búið að gerast? ég er búinn að fá vilyrði fyrir myndavél og ekki orð um það meir.
svona loka loka þá er ég ekki byrjaður á heimasíðunni sem ég byrjaði ekki á um daginn!! andskotinn ég er bara að verða brjálaður á þessu.. hef ekki einu sinni haft tíma til að fara út með ruslið síðan einhvern tíman í mars.

ég væri sennilega búinn með háskólann og orðinn ríkur maður ef ég myndi gera eitthvað meira en fá hugmyndir, ákveða að gera eitthvað og láta það síðan duga!!

það má kannski orða þetta þannig að ef ég hefði þurft að vaxa sjálfur það hefði ekki bara gerst sjálfkrafa þá væri ég svona 50 cm, á leiðinni að fara stækka

Engin ummæli:

Skrifa ummæli