27 apríl 2004

Kung-Fú í Kung fú
já þetta er nú ruglingsleg fyrirsögn en engu að síður er þetta akkúrat það sem gerðist! hljómsveitin Kung-Fú sótti húsavík heim og hélt dansi ball á sölku sem var að því ég best veit bara nokkuð fínt ball! hins vegar gerðust hljómsveitarmeðlimir svo kræfir að veitast að einum af fréttastjórum konsidu.tk þar sem hann var einn á gangi og fyrir einskæra tilviljun þá dreif að fleiri konsidu meðlimi og velunnara og létu hljómsveitameðlimi fá það óþvegið. mínir menn af vetfangi gefa hljómsveitinni ekki góða einkunn fyrir kung-fú kunnáttu því þeir voru miklu fleiri en heimamenn en urðu þó að lúta í gras fyrir heimamönnum. bjössi í saltvík sagði að einn meðlimurinn væri annað hvort með agalega teygjanlegt nef eða þá að það væri brotið!! samkvæmt mínum mönnum hjá hinu opinbera þá liggur fyrir kæra vegna nefbrots og eina vitnið er nú í vitnavernd og alls óvíst hvernig þetta mál endar!!
þið getið skoðað heimasíðu Kung-Fú hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli