03 maí 2004

blóðið mitt og blóðið þitt
það var auglýsing í skránni á fim að blóðbankinn myndi taka við innlögnum í dag mánudag hérna á húsavík. ég er auðvitað gæðablóð og ákvað strax að fara og leggja inn, setti meir að segja í reminder þannig að það myndi ekkert klikka. ég hef gefið blóð áður þannig að ég á skírteini og allar græjur.
en viti menn þegar gæðablóðið mætir á staðinn kemur það á daginn að vegna þess að ég var í útlöndum í nokkra mánuði þá er ekki þorandi að taka við blóðinu mínu að svo stöddu og var mér nánast vísað á dyr!!
það er kannski fullgróft að segja vísað á dyr, þær voru mjög elskulegar konurnar og voru eiginlega í rusli yfir því að þurfa vísa mér frá. ég þarf að láta 6 mán líða áður þannig að ég kíki bara á þær í haust og legg inn tvöfalt!!

gaman að benda á það svona í leiðinni að ef maður er karlmaður og hefur stundað kynlíf með öðrum karlmanni þá má maður ekki gefa blóð. bara aldrei.
maður hefði nú skilið þessa reglu fyrir 10-15 árum síðan, en það er jú árið 2004 og allir upplýstir menn vita að alnæmi (sem er væntanlega ástæðan fyrir þessari reglu) er miklu algengara hjá gagnkynhneigðum í dag en hjá samkynhneigðum, þannig að þessar reglur eru barn síns tíma að mínu mati.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli