11 maí 2004

Dr eye, here I come
Þá er það komið á hreint að ég á fund með hæstvirtum augnlækni akureyringa næstkomandi fimtudag. Málið er að fyrir rúmu ári síðan byrjaði ég að sjá pínkulitla svarta púnkta þegar ég var að lesa eitthvað með ljósum bakgrunni eða horfði upp í himininn. Núna er þetta orðið þannig að þetta eru heilu klessurnar og línurnar sem eru að hrjá mig og get ég vart lesið með góðu móti eða notið heiðblás himins án þess að verða fyrir verulegri truflun! Með sama áframhaldi verð ég farinn að sjá hvítar flygsur innan fárra ára (þ.e. lítið annað en svart)
Blóm og kransar eru afþakkaðir en hlýjar hugsanir um kl 14:30 á fim eru vel þegnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli