10 maí 2004

Það er best að byrja á að segja frá því að á fös hringdi Gunnþór í mig og vildi endilega koma því á framfæri að þeir danmerkurfarar (Gunnþór, Matti og Davíð) væru sótaðir á Hjaltlandseyjum á leiðinni á ball um borð í Norrænu. Það höfðu komið eins og þúsund manns um borð í Færeyjum sem voru allt saman ungt fólk á aldrinum 16-24 að fagna skólalokum. Stefnan hjá þeim var að fara á veiðar en ég veit því miður ekki að svo stöddu hvernig veiddist en ég veit fyrir víst að Norræna er ekki mikið veiðiskip en það gæti þó hafa breyst þegar aflaklóin Gunnþór mætti um borð ásamt fríðu föruneyti!!

Annars þá fór ég suður í sumaryl um helgina nánar tiltekið á Hellu og Hvolsvöll og æfði þar fótbolta eins og klikkaður maður ásamt liðsfélögum mínum í Völsa.
Það var geysilega gott að komast í smá sól og grænt gras, bara nánast eins og að skreppa til útlanda um miðjan vetur því þegar við komum heim þá var auðvitað bara snjór og frekar napurt á Húsavík. Það er eins gott að þetta sumar, sem hlýtur að fara koma, verði eitt það besta í manna minnum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli