18 maí 2004

Fyrst ég er byrjaður að birta hérna fréttir úr Fréttablaðinu þá verð ég að lauma inn annari frétt sem er án efa sú furðulegasta sem ég hef séð lengi og í raun bara ljós í myrkrinu þessa dagana þar sem það er hvít jörð hérna fyrir norðan!!

Sýknaður af kynferðisbroti gegn móður kærustunnar

Maður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í gær af kynferðisbroti og líkamsárás. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist að móður kærustu sinnar, káfað á henni og sogið brjóst hennar svo að mar myndaðist. Dóttir konunnar bjó í kjallara á heimili foreldra sinna og hafði hún kynnst manninum á einkamál.is. Þau hittust um tvisvar í viku. Oftast borðuðu þau saman og stunduðu síðan kynlíf. Segir dóttirin að með tímanum hafi SMS-skilaboð frá manninum orðið grófari og lýst kynferðislegum áhuga á móður hennar. Hann hafi sagst vilja sjá brjóstin á móður hennar og hann myndi gefa henni koníak fyrir. Næst hittust þau heima hjá dótturinni og kom hann með koníakspela með sér. Þá um kvöldið fór dóttirin upp til móður sinnar, sem kom niður og sýndi á sér brjóstin fyrir pelann.
Þótti dómnum sögum mæðgnanna ekki bera saman í veigamiklum atriðum. Þá segir maðurinn að
hann hafi aðeins strokið yfir brjóst móðurinnar og kysst annað brjóstið laust. Þótti það ekki vera brot á blygðunarsemi.


Það er nú barasta ekki í lagi með fólk. Þetta er líka ekki í bandaríkjunum eins og maður hefði kannski giskað á. Svo er auðvitað spurning ef einkadans er bannaður í Reykjanesbæ hvort konan ætti ekki að fá kæru fyrir að sýna á sér bjöllurnar fyrir verðmæti!!! Jsðrar við hórskap að mínu mati;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli