25 maí 2004

nöldur???
Það er geysilega langt síðan ég skrifaði hérna inn síðast og því ekki úr vegi að koma með eitthvað nöldur svona í tilefni af því.
Til að byrja með langar mig að nefna hvað fríhöfnin á Leifsstöð fer geysilega í taugarnar á mér. Sú var tíðin að það eitt að komast í fríhöfnina var eitt og sér eins og að komast í gullnámu og áttu menn þó eftir að fara til útlanda og koma heim aftur. Fríhöfnin hefur það fram yfir aðrar "verslanir" á Íslandi að þeir geta selt vörur án þess að leggja á þær virðisaukaskatt og þar af leiðandi ættu þeir að geta selt vörur mun ódýrara en gengur og gerist á "Íslandi". Í gamla daga þá var einmitt ódýrt að versla í fríhöfninni en það er allt annað en staðreynd í dag. Núna monta þeir sig af því að vera ódýrari en verslanir í höfuðborginni og að þeir séu með öfluga verðvakt til að fylgjast með því að þeir séu ódýrastir. Þeir eru ódýrastir, ég ætla alls ekki að mótmæla því en hins vegar þá finnst mér lágkúrulegt hvað það munar oft litlu. Þeir selja stafræna myndavél sem kostar c.a. 50 þús út í búð á svona 45-48 þús sem þýðir að álagningin hjá þeim er miklu meiri en hjá samkeppnisaðilunum en þeir hafa bara þetta forskot að þurfa ekki að leggja ofan á vsk. Lauslegna reiknað þá myndi vélin hjá þeim kosta yfir 70 þús með vsk. Þetta finnst mér ekki eðlilegt og í raun þá þoli ég þetta ekki.
Það er í þokkabót rándýrt að fá sér bjór þarna á barnum þó svo að þeir sleppi við þessi gjöld.
Fríhöfnin fær ekki mitt atkvæði.

Það er ekki úr vegi að það komi fram í lokin að það er búið að vera frábært veður hérna í dag og í gær og sér ekki fyrir endann á þessu góðviðri. Allavega ekki fyrr en um helgina..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli