07 maí 2004

Tíu
ég fór í gær og tæklaði eins og eitt spænskupróf í framhaldsskólanum. fékka að taka það þar því ekki nennti ég suður til að taka eitt próf.
síðan var munnlegt í dag. gellan hringdi í mig og byrjaði á að spyrja mig á ísl hvort ég hefði fengið spurningarnar sem hún sendi okkur og við áttum að geta svarað í munnlega. ég sagði "yo no se. posible pero ahora yo no tengo nada" þá spurði hún hvort ég vildi ekki skoða þessar spurningar og hún myndi hringja aftur eftir klukkutíma. vitandi það að ég gæti varla haldið mér vakandi í klukkutíma þá sagði ég bara "no, no yo no necesito practicar" og lét slag standa. eftir eins og 2 min samtal þá sagði hún að ég myndi tala mjög góða spænsku og ég myndi fá enn eina glæsilega tíuna í safnið.
þannig að þar hafið þið það þessir efasemdarmenn;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli