11 júní 2004

Bein útsending....
Eins og flestir vita hefst Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu á morgun. Keppnin fer fram í Portúgal og er þetta hátíð fyrir knattspyrnu unnendur.
Í íþróttafréttum á rúv áðan var einmitt verið að fjalla um þessa keppni og þar kom ýmislegt fram. Eitt vakti þó furðu mína. Það var fullyrðing fréttamannsins um að keppnin væri sýnd í beinni útsendingu í yfir 200 löndum!
Samkvæmt minni landafræði þá eru ekki 200 lönd/sjálfstæð ríki í heiminum og því hljótum við að vera tala um nýjung.

Í tilefni af þessu ætla ég að hafa leik þar sem fólk er beðið um að telja upp að minnsta kosti 200 lönd og eru vegleg verðlaun í boði!!

Gott ef keppnin er ekki bara sýnd í einum 8 heimsálfum!!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli