01 júní 2004

Gjá á milli þings og þjóðar!!
pólitískt nöldurblogg a la Andri.tk

Fyrirsögnin eru orð sem Ólafur nokkur Ragnar kastaði fram í sinni fyrstu kosningarbaráttu í framboði til forseta Íslands. Þar var Ólafur að tjá sig um svokallaðan málskotsrétt forseta Íslands sem felst í því að forsetinn neitar að skrifa undir lög sem alþingi hefur samþykkt og því fær þjóðin það hlutverk að kjósa um samþykki þessara laga.
Síðan þá eru átta ár og Ólafur búinn að ganga í gegnum súrt og sætt. Davíð er ennþá að stjórna Íslandi, það hefur ekki breyst.
Í umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið hafa menn hafa gjarnan bent á að við búum við lýðræði hérna á íslandi og að þingið sé lýðræðislega kosið og því eigi forseti ekki að vera að skipta sér af þegar meirihluti alþingis hefur samþykkt einhver lög. Ein staðreynd sem hefur lítið farið fyrir í þessari umræðu er sú að á bakvið þessa 32 þingmenn sem samþykktu frumvarpið eru færri atkvæði kosningarbærra manna heldur en á bakvið þessa 30 sem voru á móti frumvarpinu. Með öðrum orðum þá voru fleiri íslendingar sem kusu þingmennina sem voru á móti frumvarpinu en samt var það samþykkt. Þetta er vegna þess að af því ég bý á Húsavík þá gildir mitt atkvæði ekki til jafns við atkvæði einhvers sem býr í Reykjavík og þar af leiðandi geta niðurstöðurnar á alþingi orðið þannig að það eru færri atkvæði "fólksins" á bakvið samþykkt lög en eru á móti.
Þetta er bara svona smá atriði sem mig langaði að skjóta inn því það styttist í forsetakosningar. Ég er búinn að ákveða mig. Ef Ólafur Ragnar neitar að skrifa undir frumvarpið þá fær hann mitt atkvæði síðar í júní en ef hann hins vegar skrifar undir þá er það einhver annar sem fær mitt atkvæði. Sé enga ástæðu til að hafa hann sitt þriðja kjörtímabil ef hann er síðan bara þarna til að vera þarna og ekkert meira með það. Þá er alveg eins gott að hafa Ástþór sem hefur þó einhver baráttumál!!!

Andri has spoken

Engin ummæli:

Skrifa ummæli