23 júní 2004

Lausnin er fundin!
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í gær og í dag þá eru nokkur hundruð unglinga fæddir ´88 sem fengu ekki inngöngu í framhaldsskóla landsins. Skólarnir þurfa meiri pening til að geta hleypt þeim inn og verður væntanlega leyst úr því á næstu dögum. Ástæðan fyrir því að núverandi fjármagn dugar ekki til að hleypa öðrum inn er sú að það eru mun fleiri unglingar í þessum árgangi en árin áður. Hver ætli ástæðan fyrir því sé???
Jú mínir menn á DV komu sko með svarið... Gera má ráð fyrir að hluti af krökkunum hafi verið getin á árinu 1987 og á því herra manns ári var bæði verkfall kennara og sjómanna og það er því alveg spurning hvort það hafi ekki bara haft svona mikil áhrif??? Allir sjómennirnir heima og þannig. Ég held reyndar að kennaraverkfall hafi haft minni áhrif enda er örugglega hægt að sjá þá hvort það sé aukin tíðni barneigna í kjölfarið á verkfallinu '96 sem stóð einmitt lengi.
Þeir á DV voru reyndar með eitthvað fleira sem gæti hugsanlega og ómögulega spilað inn í líka.. Til að nefna eitthvað þá var kringlan opnuð '87. Þannig að maður gæti ímyndað sér að "dreifararnir" hefðu skellt sér í helgarferð suður og kíkt í kringluna og átt notalega stund um kvöldið!! Hver veit??

1 ummæli: