20 júlí 2004

Feit eða ekki feit???
Ég las um helgina í DV viðtal við unga stúlku sem þjáist af Lystarstoli og er 35 kg. Henni finnst hún ekki líta nógu vel út eins og er og sagðist ekki vera ánægð með sjálfa sig fyrr en hún væri komin í 32 kg. Reyndar gengi það illa til lengdar því þegar hún er 32 kg þá er hún svo máttlaus og slöpp eitthvað að hún á í erfiðleikum með að sinna daglegu amstri.
Hún sagði þetta allt saman hafa byrjað þegar þáverandi kærasti hennar potaði í magann á henni og sagði að hún væri að fá bumbu!! Þarna small eitthvað í hausnum á henni og eftir þetta fór hún að "skila" því sem hún hafði borðað skömmu áður. Ótrúlegt hvað það virðist þurfa stundum lítið til! Reyndar gæti ég trúað að það lægi eitthvað meira að baki eða þá að hún hafi verið eitthvað tæp fyrir. Hún sagðist nefnilega hafa verið frekar meðvituð um hvað hún borðaði áður og dugleg í líkamsrækt og þannig til að halda sér flottri.
Ég velti þessu viðtali svo sem ekki mikið fyrir mér eftir lesturinn, ekki fyrr en ég rakst á þessa mynd!! Þetta ku vera afturendinn á Britney nokkurri Spears sem flestir ættu að kannast við. Hvað er merkilegt við þessa mynd? Jú vitið til, Britney er með appelsínuhúð!!!!
Hver er tilgangurinn með svona myndbirtingum? Ætli hann sé sá að sýna ungum stúlkum, sem hafa Britney að fyrirmynd, að þær þurfi ekkert að óttast þó þær séu með smá appelsínuhúð því hún hefur það líka?? Einhvernveginn þá held ég ekki. Fyrir mér er þetta gott dæmi um þessa fegurðarímynd sem fjölmiðlar hafa komið á (og er að mínu mati helsta ástæðan fyrir því hvað þessir áturöskunarsjúkdómar eru algengir). Þetta þykir bara hneysa að fræg manneskja skuli vera með appelsínuhúð.  Það þykir líka voða flott að birta myndir af frægum konum þegar þær eru ómálaðar til þess að sýna að þær séu ekki jafn flottar þegar þær eru ómálaðar.  Hverjum er ekki sama? 

Ég nenni ekki að skrifa meira um þetta í bili, er orðinn pirraður!! Hvernig væri samt ef þið mynduð hafa skoðun á þessu og segja hvað ykkur finnst?Engin ummæli:

Skrifa ummæli