17 júlí 2004

Forvarnir!!!
Mér barst forvarnarbæklingur þar sem allt það slæma við munntóbak er tíundað. Þarna er komið með allskonar staðreyndir um munntóbak og skaðsemi þess. Þetta er geysilega áhugaverð lesning og margt sem kemur í ljós sem maður vissi hreinlega ekki!!
 
Hér koma nokkrir punkta úr þessum bæklingi;
*Þér gæti hugsanlega fundist þú verða hressari en ástæðan er sú að nikótínið hefur tímabundið örvandi áhrif...
*Rannsóknir sýna að fólk sem er í erfiðri þjálfun er í erfiðri þjálfun er mun líklegra til að meiðast ef það notar munntóbak. Að þessu leyti er munntóbak jafnvel verra en reykingar.
*Þar að auki eiga menn lengur við meiðsli að stríða ef þeir nota munntóbak vegna þess að blóðflæði til skaðaða svæðisins er skert...
*Ef þú notar munntóbak að staðaldri slær hjartað 15 þús aukaslög á dag eða meira en 5 milljón aukaslög á ári
*Í munntóbaki eru um það bil 2500 efni og eru a.m.k. 28 þeirra þekktir krabbameinsvaldar. Sum þessara efna eru til staðar í mun meira magni í munntóbaki en reyktóbaki
*Sá sem notar 10 grömm af munntóbaki á dag fær allt að þrefalt meira af vissum krabbameinsvaldandi efnum en sá sem reykir tuttugu sígarettur á dag
*Allt er betra en að reykja
*Einnig ættu þeir sem hætta að reykja og fara yfir í munntóbak að hugsa sinn gang. Afhverju að fara úr öskunni í eldinn?
*Mun skynsamlegra er að nota nikótínlyf til að draga úr og hætta tóbaksnotkun ef viljastyrkurinn einn nægir ekki
 
Það er líka ýmislegt í þessum bæklingi sem ég skil ekki. Afhverju er t.d. endalaust verið að bera muntóbaksneyslu við reykingar?? Það er að mínu mati mjög heimskulegt svo ekki sé meira sagt. Að bera saman eitthvað hættulegt við eitthvað annað hættulegt. Hvort er betra að keyra allt of hratt með belti eða á löglegum hraða án beltis? Það er ekki gott að segja. Eins og góður kunningi minn sagði við mig um árið þegar ég var eitthvað að tjá mig um hassreykingar. Þá sagði hann að þetta væri ekkert svo skaðlegt, alla vega ekkert skaðlegra en bara venjulegar reykingar. Það var alveg rétt hjá honum nema hann tók það ekki í reikninginn að sígarettureykingar eru STÓRHÆTTULEGAR. Það er bara hollt og gott að reykja ef maður miðar t.d. við heróínneyslu!!!
 
Annars hélt ég að það væri nikótínið sem myndi valda því að æðarnar myndu þrengjast og blóðflæði minnka, en ekki eitthvað annað efni í munntóbaki eins og gefið er í skin. Allavega var það í einhverri auglýsingunni að ef þú reyktir þá myndi blóðflæðið minnka með þeim afleiðingum að maður næði honum ekki upp.
 
Afhverju að fara úr öskunni í eldinn segja þeir. Ég hélt að fara úr öskunni í eldinn væri að fara úr einhverju slæmu í eitthvað verra. Samt segja þeir í setningunni á undan að það sé allt betra en að reykja!
 
Allavega þá er niðurstaðan sú að hvort sem menn taka í vörina, nefið eða reykja þá er það hættulegt heilsunni og kostar peninga. Mín reynsla eftir að hafa prófað þetta allt saman, gert þúsund tilraunir til að hætta og vera í dag háður því að taka í vörina er sú að þetta er sú að það er geysilega erfitt að hætta þessum andskota og því best að byrja aldrei. Sleppa fyrsta skiptinu og þá er þetta ekkert mál......
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli