13 júlí 2004

ég er vaknaður
Það er kannski ekki hægt að segja að ég hafi verið duglegur að blogga síðustu vikur og kannski ekki úr vegi að biðjast velvirðingar á því! Það er jú bara þannig að sumarið er tíminn og á sumrin hefur maður margt annað að gera en að hanga í tölvunni og skrifa. Reyndar hef ég svolítið verið að skrifa undanfari. Tók mig til og byrjaði að skrifa "endurminningar" eða einhverskonar ferðasögu frá ferðalaginu til Guatemala. Ég er bara rétt kominn til Antigua en samt eru komnar margar blaðsíður! Stefnan er sett á jólabókaflóðið þannig að fólk þarf ekki að byrja örvænta strax;) Það kemur, einhverntíman með haustinu, vonandi bindi með sögunni og ljósmyndum, en nóg um það í bili.

Það var geysilega öflugt bekkjarmót hjá '80 árgangnum um helgina. Hittumst í barnaskólanum og rifjuðum upp gamla tíma. Borðuðum síðan saman um kvöldið og djömmuðum saman. Þetta var alveg ólýsanlega skemmtilegt að hitt allt þetta fólk, sumt sem maður hafði varla talað við síðan 10. bekkur kláraðist. Mæli eindregið með því að allir geri allt sem þeir geta til að komast á svona mót. Núna eru bara fimm ár í næsta bekkjarmót og ég er strax farinn að hlakka til;) Treysti á að maggi halldórs, sem er einmitt í næstu nefnd, tækli þetta;)

Ég get nú ekki hætt án þess að minnast aðeins á fjölmiðlafrumvarpsmálið eins og það stendur núna. Þetta er orðið svo mikið rugl að það er ekki eðlilegt!! Hver nennir eiginlega að fylgjast með þessu lengur??? Maður verður bara brjálaður. Það er með ólíkindum, að ef forseti á að geta á annað borð, neitað að skrifa undir lög, þá geti ríkisstjórnin bara tekið lögin til baka og breytt þeim lítillega og ætlast síðan til að forsetinn skrifi undir. Það liggur að mínu mati ljóst fyrir að ef það er á annað borð búið að vísa svona til þjóðarinnar þá á ekki að vera hægt að taka réttinn af henni aftur.. En það kemur allt saman í ljós hvernig þetta fer........

Engin ummæli:

Skrifa ummæli