01 júlí 2004

og sigurvegarinn er...
Ég er geysilega ánægður með þróun mála á EM. Fór svellkaldur í veðmál sem fólst í því að maður sagði hvaða lið yrði evrópumeistari, lagði kippu í púkkið og síðan bara bíða og sjá! Ég er svona aðeins byrjaður að sjá núna því það eru einungis tvö lið eftir og annað þeirra er liðið mitt, eða portúgal. Á ótrúlegan hátt var ung stúlka sem giskaði á Grikkland þannig að biðin eftir úrslitaleiknum er spennandi. Reyndar verð ég að segja að þó svo að ég tapi veðmálinu mun ég verða nokkuð sáttur, því þeir sem voru svo djarfir að veðja á Grikkland eiga auðvitað skilið að fá eitthvað fyrir frábært gisk.

Annars líður tíminn geysi hratt þessa dagana og núna eru bara örfáir dagar í að Agnes komi heim. Helgin verður væntanlega fljót að líða, golfmót hjá Völsungi á lau og úrslitaleikurinn á sun. Síðan er leikur í Njarðvík á þri og Agnes kemur síðan á mið..
Ég rétt náði að redda mér fríi frá æfingum á mið & fim þannig að ég næ aðeins að hitta dömuna fyrir mjög erfiðann "derby" leik gegn þór næstkomandi fös..

Held að það helsta sé komið í bili nema kannski að mín skoðun er sú að Saddam Hússein eigi að fá réttmæta málsmeðferð í málaferlum gegn honum fyrir hina og þessa glæpi. Eins og talað er um þá á að dæma gegn honum í Írak og það verður misjafnt hvaða lög verða notuð gegn honum. Írönsk lög gilda í sumum tilfellum, bandarísk í öðrum og stríðslög í en öðrum tilfellum. Svo er hann til dæmis ákærður fyrir að ráðast inn í Íran og Kuweit en eins og margir vita þá réðist hann inn í Íran með stuðningi frá Bush eldri þannig að ekki er öll hringavitleysan eins...
Ég legg til að Bush yngri verði dreginn fyrir Kínverskan dómstól fyrir að ráðast inn í Afganistan og Írak..........

Engin ummæli:

Skrifa ummæli