18 ágúst 2004

Allt að gerast!!
Ég er þessa stundina að flytja upp á efstu hæð í Redhouse af miðhæðinni (í svona 15 skiptið) og í tilefni af því ákvað ég að breyta aðeins um útlit á síðunni.. Útlitið sem varð fyrir valinu er svona í völsungsstíl þannig að enginn getur kvartað;)
Ástæðan fyrir því að ég er að flytja er sú að sláturhúsið er að fara leigja miðhæðina fyrir erlenda verkamenn sem koma hingað til að slátra rollum!!
Það er vonandi að við fáum eitthvað rólegt lið sem er ekki með partý um hverja helgi þannig að róin yfir Redhouse fái notið sín lengur;)

p.s. það er illa leiðinlegt að flytja og í þokkabót kemur það alltaf í bakið á mér hvað ég er latur við að þurrka af, því ég er með heiftarlegt ofnæmi fyrir ryki og er því meira og minna grátandi með hornös í hvert skipti sem ég þarf að bardúsa þetta

Engin ummæli:

Skrifa ummæli