19 ágúst 2004

Í fréttum er þetta helst;
*Það er stríð í Írak og 11 létust í gær í sjálfsmorðsárás.
*Átökin á Gaza svæðunum halda áfram. Palestínumenn kasta grjóti í Ísraela sem svara fyrir sig með öflugum rifflum, skriðdrekum og orrustuþotum.
*Ennþá er ólga innan framsóknarflokksins.
*Það VAR gott veður í Reykjavík um daginn.

Í fréttum er þetta ekki helst;
*Það dóu 6 þúsund börn í gær, það deyja 6 þúsund börn í dag og það deyja 6 þúsund börn á morgun og alla daga af niðurgangi sem má rekja beint til óhreins neysluvatns. Fyrir 2500 kr er hægt að veita 5 fjölskyldum hreint vatn heila ævi.
*Það eru u.þ.b. 250 milljónir barna sem vinna í barnaþrælkun. Vinna 10-15 tíma á dag alla daga vikunnar, lokuð inni í verksmiðjum. Oftar en ekki við að framleiða fræg vörumerki eins og Nike og Adidas
*U.þ.b. 300 þúsund börn undir 18 ára aldri eru hermenn sem taka þátt í stríði
*U.þ.b. 100 milljón börn, um allan heim, lifa á götunni.
*Þann 1. janúar 2000 geisuðu 36 stríð og vopnuð átök í heiminum.
*Í hverjum mánuði deyja eða slasast yfir 2000 manns af völdum jarðsprengja.
*Um 40 milljónir manna eru smitaðir af alnæmi í heiminum. Þar af eru um 75% smitaðra í Afríku. Í sumum Afríkulöndum eins og Botsvana er næstum helmingur landsmanna smitaður af alnæmi.


Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið kvartið yfir einhverju smávægilegu næst!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli