17 ágúst 2004

Ég veit það er langt síðan!
En ég var bara í fríi!
Ég er ekki búinn að blogga neitt undanfarið og eru ýmsar ástæður fyrir því. Það virðist til dæmis vera að fólk skoði ekki bloggsíður á sumrin allavega hef ég nánast ekki fengið nein komment á skrif mín þannig að ég ákvaða að taka bara smá pásu og byrja aftur þegar skólarnir færu að hefjast því þá hefur maður tíma til að blogga og hanga á netinu;)

Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ástandið í heiminum er ekkert búið að skána að mínu mati. Enþá koma fréttir á hverjum degi um að þetta margir voru drepnir í sjálfsmorðsárás hér og þar. Hund leiðinlegar fréttir. Olía hækkar og lækkar oft á dag á heimsmarkaði. Verst að hún lækkar alltaf minna en hún hækkaði. Um daginn þá hækkaði heimsmarkaðsverðið af því það var vond veðurspá einhverstaðar! Það getur ekki verið eðlilegt. Síðan finnst mér að fólk sé ekki mikið að átta sig á því að þegar olíuverðið er að hækka svona þá hugsar fólk bara um bensínið sem hækkar. Það verður aðeins dýrara að keyra inn á ak og versla í Bónus, en það er allt í lagi því það er svo ódýrt að versla þar eða hvað?
Málið er að plast er búið til úr olíu og ef þið lítið í kringum ykkur þá er plast allstaðar. Tölvan er að miklum hluta gerð úr plasti, gsm síminn, plastpokar, gosflöskur, mjög margar umbúðir utan af matvælum þannig að með þessu áframhaldi þá eiga áhrifin eftir að vera miklu meiri en bara einhverjar örfáar krónur sem sárfátæk olíufélögin smyrja ofan á bensínið. Þau eru nú einu sinni í mjög harðri samkeppni eins og hefur verið úrskurðað. Mér finnst að ríkið ætti bara að hafa fast gjald sem þeir hirða af hverjum lítra af bensíni og olíu en ekki fasta prósentu eins og þetta er núna! Mig minnir að þetta séu 75% sem þeir eru að taka og það þýðir að þeir eru að fá miklu meiri peninga núna en þeir fengu fyrir ári eða tveim. Kannski þetta sé hluti af plottinu þegar Dabbi og Dóri ákváðu að setja okkur í hóp með hinum viljugu þjóðum. Bush sagði við þá að hann gæti ábyrgst það að olíuverð myndi hækka og þeir fengju meiri pening í kassann og gætu síðan stært sig af því hversu vel ríkissjóður stendur og hvað þeir eru búnir að reka þetta batterý vel!!
Ég sá um daginn einhverjar tölur frá Bretlandi um hvað breski olíurisinn Exon (eitthvað þannig) er að græða á hækkuðu olíuverði, það voru milljarðar á mánuði.

Sá að næsti Survivor þáttur sem á að byrja sýna í USA í sept gerist í Vanúatú sem er smá eyja austan við Ástralíu. Mig er búið að dreyma í mörg ár um að sigla um þetta svæði og skoða þessar eyjur þarna. Vanúatú, Túvalú, Tonga, Kiribatí og hvað þær heit allar. Ekki víst að margir kannist við þessi nöfn en það kannski segir ykkur eitthvað að Fiji eyjar eru þarna ekki langt frá Vanúatú.
CIA segir um Vanúatú; 202,609 íbúar, 12.200 ferkílómetrar (ísland er 103 þús), enginn með eyðni, höfuðborgin heitir Port-Vila (Efate) og gjaldmiðillinn heitir Vatú (10 ísk kr eru 16 Vatú)
Þeir sem vilja skoða eitthvað meira um þessa frábæru eyju klikkið hérna hérna.

Held að ég láti þetta duga í bili

Engin ummæli:

Skrifa ummæli