26 ágúst 2004

Jæja!!!
Það gengur hægt að byrja að blogga. Reyndar hef ég þá afsökun að blogger síðan virkar oft á tíðum agalega illa og stundum þegar ég fæ einhverja góða hugmynd þá bara kemst ég ekki inn til að blogga!! Það er ekki nógu gott.

Annars finnst mér gagnslaus fróðleikur voðalega skemmtilegur og fagna því að fréttablaðið skuli birta nóg af honum (þá er ég ekki að setja út á fréttaflutning blaðsins heldur eru þeir með dálk sem þeir kalla "vissir þú að..." og þar sem þetta er svo gagnslaus fróðleikur þá veit maður þetta oftast ekki.
Hver vissi t.d. að dósaupptakarinn hefði verið fundinn upp næstum hálfri öld á eftir niðursuðudósinni??? Ekki ég. Helvítis heppni að það geymist allt svo vel í niðursuðudós:)

Það er annars verið að fara draga í meistaradeildinni ætla að kíkja á það.. heyrumstum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli