31 ágúst 2004

Peningaeyðsla???
Ég fæ það oft á tilfinninguna að það sé verið að t.d. ríkið sé oft að eyða peningum í einhverja bölvaða vitleysu!!
Þessa tilfinningu fékk ég t.d. fyrir skemmstu þegar ég heyrði frétt um könnun sem hafði verið gerð á föngum á Íslandi. Þar kom í ljós að "..fangar sem afplána dóm fyrir alvarleg brot eins og kynferðisglæpi eða fjársvik eru yfirleitt betur menntaðir og búa við betri aðstæður en fangar dæmdir fyrir innbrot"
Ég er ekki frá því að maður hefði að mestu leyti getað sagt sér þetta sjálfur!!! Ég held til dæmis að það séu miklu minni líkur á því að Jón Ásgeir í Bónus fari að brjótast inn og ræna sér mat, áfengi eða fartölvu eða einhverju slíku heldur en til dæmis einhver öryrki með 70 þús á mánuði og kannski háður áfengi og eiturlyfjum í þokkabót. Er þetta ekki bara rökhugsun eða?? Það má setja spurningarmerki við þetta með kynferðisafbrotin en hugsanlega er þetta rökrétt líka...

Mikil vonbrigði að "ökuníðingurinn" hafi ekki verið Húsvíkingur!!
En með þessari margumtöluðu rökhugsun hefði maður getað sagt sér það sjálfur að þetta væri akureyringur. Húsvíkingurinn hefði aldrei látið lögguna ná sér það held ég að sé á hreinu. Ég hefði, í ljósi þess að ak löggan missti sjónar af honum í Fnjóskárdalnum, keyrt áfram hjá Krossi og farið yfir Flótsheiðina og upp í Mývatnssveit og þá væri löggan ennþá að leita af mér;)
Þar sem enginn kom með hið rétta nafn sem ku vera Baldur Albinói (framhaldið af Nóa???) þá borða ég fílakaramelluna sjálfur.
Spurning hvort Sillzen Glæpzen og félagar taki ekki málin í sínar hendur eins og svo oft áður og hreinlega lemja gaurinn fyrir að vera óheiðalegur?? Það kæmi ekki á óvart. Stuðullinn á lengjunni væri svona 1.95

Engin ummæli:

Skrifa ummæli