29 september 2004

Blogga segiði!!
Það ætti ekki að vera mikið mál. Ég er fullur af hugmyndum;) Eða ekki kanski..
Það eru ýmis mál í gangi þessa dagana sem ég hef skoðanir á. Til dæmis þetta kennaraverkfall. Ég ætla ekki að dæma um hvort þeir séu með nógu góð laun eða ekki (vilja ekki allir hærri laun?) en hitt er annað mál að þessi fasistaháttur í þeim að vilja ekki veita undanþágur, t.d. til fatlaðra barna, finnst mér fyrir neðan allar hellur. Og í raun verður það til þess að ég stend alls ekki með kennurum á meðan þeir haga sér þarna.. þetta sjónarmið að það eigi sem flestir að verðar fyrir áhrifum af verkfallinu til að sýna hvað þeir eru mikilvæg stoð í þjóðfélaginu finnst mér líka bara bull. Þeir bera svo mikla ábyrgð segja þeir! Ég ætla ekkert að draga úr því að þeir beri mikla ábyrgð. Hins vegar vil ég benda á að ábyrgð er sennilega eitt ofnotaðasta og ofmetnasta orðið í samfélaginu kannski fyrir utan orðið "lögfræðingur" (ef þú getur lært einhverjar heimskulegar reglur utanbókar eins og páfagaukur þá geturu nánast gengið inn í hvaða starf sem er = lögfræðingur). Hver ber ábyrgð í þessu samfélagi?? Þeir eru eflaust margir sem telja sig bera mikla ábyrgð og gera jafnvel, en hitt er annað að í mínum huga þá þarf maður að taka afleiðingum ef maður ber einhverja ábyrgð. Tökum sem dæmi forstjóri í fyrirtæki. Hann er með rosa góð laun því hann ber ábyrgð á öllu fyrirtækinu. Síðan gengur allt eins og andskotinn og fyrirtækið er á hvínandi kúpunni, hvað gerist?? Tekur forstjórinn einhverja ábyrgð? Nei það held ég ekki. Hann fær í mesta lagi einhvern feitan starfslokasamning.
Einu mennirnir í þjóðfélaginu sem bera ábyrgð eru knattspyrnuþjálfarar. Ef liðinu gengur illa þá eru þeir einfaldlega reknir!!!!
En aftur að ábyrð kennara. Þeir segjast bera mikla ábyrgð. Sú ábyrgð felst í því að þeir eru að vissu leyti að ala börnin upp, því þau eyða jú lunganu úr deginum í þeirra umsjá.
Tökum dæmi af einstaklingi sem er að klára 10. bekk. Hann reykir og drekkur og notar stundum eiturlyf. Hann hefur alltaf fengið lágar einkunnir, oftar en ekki fallið. Ef það væri ekki lögum bundið að veita fólki skólavist væri hann búinn að skrópa sig sexfalt út.
Dettur einhverjum í hug að vísa á kennarana í því samhengi að hann sé vesalingur þegar hann er að klára skólann?? Myndu ekki flestir segja að foreldrarnir hefðu staðið sig illa og væru vondir/lélegir (eða hvað þetta er kallað) foreldrar?? Ég myndi halda það.
Ég myndi líka halda að það gilti það sama yfir einhvern súperheila sem væri að klára skólann með fullkomnar einkunnir...

Sammála???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli