11 september 2004

Djö er langt síðan!!!
Verð að viðurkenna að það er liðið allt of langt síðan síðast en núna LOFA ég breytingum... Er loksins búinn að tengjast internetinu í skólanum þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að blogga nánast um leið og ég fæ einhverjar hugmyndir..

Eitt af því sem ég man í augnablikinu er að sá sem sér um að sleikja umslögin hjá seðlabankanum mætti nú aðeins fara að vanda sig við þetta.. Síðustu umslög sem ég hef fengið hafa verið nánast alveg opin og lítið sem ekkert sleikt!!! Hvað á það að þýða? En það sem bankanum er vel stjórnað eða ætti að vera það (3X Bankastjórar, 3X Framkvæmdarstjórar og 3 X Staðgenglar frakvæmdarstjóra) þá reikna ég ekki með að þetta viðgangist lengi.

Fjölmiðlaumræðan er búin að snúast í 180° myndi ég halda. Stjórnarandstaðan er brjáluð yfir því að síminn (sem er markaðsráðandi fyrirtæki) keypti sýningarréttinn á enska boltanum á meðan stjórnarliðar skilja hvorki upp né niður, því þetta er jú það sem minnihlutinn vildi eða hvað??
Ekki spyrja mig ég eiginlega veit ekki hvað mér á að finnast um þetta.. vona bara að enski boltinn verði í opinni dagskrá sem lengst og þá er mér sama hver "á" sýningarréttinn..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli