22 október 2004

155
Eða fröken klukka eins og hún er kölluð (nr sem maður hringir í til að vita hvað klukkan slær)
Það kostar 15 kr að hringja í hana óháð því hversu lengi þú ert að meðtaka tímann..
Vil hvetja alla til þess að hlusta þangað til símtalið slitnar til að nýta hverja einustu krónu (sparnaður eða hvað??)

Annars hef ég örugglega einhverntíman áður talað um hvað fjölmiðlar á ísl eru agalega innstilltir á bandaríska fjölmiðla. Við fáum alltaf heitustu fréttirnar frá bandaríkjahrepp og vitum alltaf hvað er að gerast þar (þ.e. þeir sem fylgjast með fréttum á annað borð).
Við fáum að vita þeirra hlið á stríðinu í Írak
Við fáum að sjá Ísraela hlið á ástandinu í Ísrael Vs Palestína
Við fáum að sjá alla þessa "raunveruleika" þætti og mis gáfulegu bíómyndir/sjónvarspþætti
Við fáum að vita hvað Britney, Paris Hilton og allt hitt glamúrliðið gerir á hverjum einasta degi
Við fáum að vita í hvert skipti sem það kemur vont veður í USA

Vissi einhver að það hafa 8 fellibylir farið yfir Japan á þessu ári og sá síðasti sem gekk yfir í þessari viku varð 75 manns að bana (miðað við síðustu tölur)
Þetta kom að sjálfsögðu í fréttum, enda myndi ég ekki vita þetta öðruvísi, en það sem ég er að benda á er að þessir fjórir (held ég fari rétt með, allavega svona c.a.) sem hafa gengið yfir bandaríkin hafa sko alls ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með fréttum, síður en svo.
Svo kemur allt í einu fréttaskot frá Japan.
Fellibylur fór yfir Japan. 75 manns létust og 15 er saknað. Þetta er 8 fellibylurinn sem gengur yfir Japan á þessu ári.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli