05 október 2004

Afhverju er ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu á þri kvöldum?? Þá tel ég innlit/útlit með !!
Reyndar eru oft leikir í meistaradeildinni sem bjargar öllu, en það er allt of oft sem það eru ekki leikir!
Það er loksins að koma vetur! Ég tók ekki eftir því fyrr en ég setti rúðuþurkurnar á í morgun að það var snjór á rúðunni.. Mér var svo kalt að ég gat ekki hugsað um neitt annað.. Helvíti óhentugt að vera alltaf svona kalt á morgnanna..

Ég er að spá í að gera svona undirsíðu þar sem almennar hvítar lygar verða afhjúpaðar. Þá er ég að tala um svona lygar sem foreldrar nota gjarnan til að hafa áhrif á hegðun barna sinna..
Týpískasta dæmið er sennilega að maður fái ekki í skóinn nema haga sér vel en það er sennilega ein fyrsta "hvíta-lygin" sem litlir krakkar fá að heyra..

"Það er vont fyrir sjónina að horfa inn í örbylgjuofn"
"Grasgrænka næst ekki úr fötum"
"Maður fær straum ef maður setur hníf í brauðristina"

Þetta er svona sýnishorn en ég er á fullu að safna þessa dagana. Það er ekki endilega og þarf ekki endilega að vera lygi. Bara svona týpísk setning til að fá krakkann til að hætta gera eitthvað eða gera það bara ekki. Þið megið endilega koma með tillögur ef það er eitthvað sem þið munið úr æsku

Engin ummæli:

Skrifa ummæli