18 október 2004

Afhverju segir enginn neitt???

Var að vafra um netið og sá þennan líka risa auglýsingaborða þar sem stóð stórum stöfum Alka-Seltzer.
Ég í minni forvitni, klikkaði á borðann og upp poppaði þessi líka fína síða sem dásamaði þetta lyf í hástert.
Þar er tönglast á því hversu frábært "lyf" þetta sé og geti læknað alla mögulega hvilla og ómögulega. Þetta lyf virkar til að mynd við óþægindum eins og höfuðverk, magavandræðum, kvefi, minniháttar vöðva- og gigtarkrankleika og tíðaverkjum.
Hvílík dásemd!!!
Síðan segir orðrétt þar sem ímynd lyfsins er dásömuð:
"Þökk sé einkunnarorðunum „aðeins í kyngingarfjarlægð“ og froðunni, hvissinu og loftbólunum í hinni freyðandi töflu (plop, plop, fizz, fizz) hafði Alka-Seltzer gríðarlega aðlaðandi ímynd. Lykilatriði voru útvarps- og sjónvarpsauglýsingar, einkum í gegnum kostun vinsælla útsendinga. Það leit út fyrir að Alka-Seltzer væri að meira eða minna leyti eðlilegur hluti daglegs lífs eða menningar í Ameríku. Sem slíkt var það eitt af hjálparmeðulum heimilisins, sérstaklega sem fyrsta hjálp. "

Eðlilegur hluti dagles lífs!!!
...fyrsta hjálp!!!

Ósköp finnst mér þetta klént eins og maðurinn sagði.

Svo til að toppa þetta allt saman þá er þetta í flokk með öllum hinum "fréttunum" því það er jú bannað að auglýsa lyf á Íslandi (þar með væntanlega á íslenskum heimasíðum)

Mér finnst óþolandi að sjá svona auglýsingar í ljósi þess hversu ótrúlega mikil "lyfjaþjóð" við erum orðin. Það virðist vera alveg sama hvað það er sem er að hrjá okkur við erum bara einu skrefi frá lausninni. Fáum okkur lyf.
Ef maður fær hausverk þá er einhver ástæða fyrir því. Það er ekkert mál að lifa með hausverk í einhvern tíma og velta því svolítð fyrir sér afhverju maður er með hausverk og hvað maður getur gert til að fá hann ekki aftur.
Ef maður getur ekki dottið í'ða og tekið þynnkunni eins og maður heldur þarf að éta einhvern ólyfjan þá á maður ekki að drekka.. Þetta er ekkert flókknara en það..
Hausverkurinn fer alltaf á endanum. Ef hann gerir það ekki þá fer maður til læknis og hvað gerir hann?? Gefur manni lyfseðil upp á verkjalyf!!!!!

Svona er Ísland í dag

Engin ummæli:

Skrifa ummæli