12 október 2004

Er í lagi...
þegar maður er að fá sér súrmjólk eða jógúrt að sleikja stútinn þegar maður lokar fernunni? Það kannast allir við það þegar maður lokar að þá kreistist út smá slatti og það er svo óþrifalegt að láta hann bara leka niður!!
Ég er búinn að velta þessu mikið fyrir mér undanfarið! Ég var oftar en ekki skammaður fyrir þetta í æsku þar sem þetta þótti óæskilegt en núna þá er þetta mín súrmjólk og þá er þetta bara í besta lagi er það ekki?

Það eru nokkrir fróðlegir punktar búnir að bætast við í commentunum við síðasta blogg. T.d. hvort maður fái garnaflækju þegar maður rúllar sér niður brekku eða hvort maður þurfi að borða meira til að verða stór!! Skora á ykkur að bæta við þetta ef það er eitthvað sem þið munið eftir..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli