08 nóvember 2004

Hringt í útvarpið

Ég mundi allt í einu... eftir skondnu atviki sem ég lenti í fyrir nokkrum árum. Það má segja að ég hafi gert mig að fífli nema hvað það var enginn sem sá þetta atvik. Þess vegna þarf ég að segja frá því.
Málið er að þegar ég bjó í borginni við hafið fyrir nokkrum árum síðan þá var ég eitt kvöldið á leiðinni á kaffihús, keyrandi, og var að hlusta á útvarpið.
Útvarpskallinn sagði eftir eitt lagið að hann ætlaði að gefa miða á einhverja mynd sem var verið að frumsýna þá og maður þyrfti að svara einni spurningu.
Síðan spurði hann eitthvað á þessa leið: Hvað heitir fjölskyldufaðirinn í Simpsons þáttunum.
Ég vissi það auðvitað og hringdi alveg með það sama inn og ótrúlegt en satt það var ekki á tali heldur hringdi bara og einhver gaur svaraði.
Ég: Heyrðu það er Hómer
Hann: Uhh nei
Ég: Er það ekki Hómer?
Hann: Nei vinur því miður
Ég: Jæja, bless
Hann: Bless
du du du skellti á!
Mér fannst þetta nú eitthvað dularfullt. Taldi mig nú vera með þetta á hreinu. Hækkaði aftur í útvarpinu og lagði við hlustir. Kemur ekki gaurinn og segir að rétt svar hafi verið Hómer og bla bla hafi fengið miða fyrir tvo á þessa mynd.
Ég varð auðvitað ekki ánægður. Fór aðeins að pæla í þessu. Þá tók ég eftir að ég var að hlusta á einhverja allt aðra rás en ég hélt að ég væri að hlusta á. Ég var alveg viss um að ég væri að hlusta á Radíó-X en svo var alls ekki.
Setti yfir á X-ið og þá var þessi voða hevy-metal þáttur í gangi og allt á fullu!!!
Hvað ætli gaurinn hafi haldið? Voða chillaður að spila einhvern metal og þá hringir einhver útúr dópaður asni inn og segir Hómer!!!

1 ummæli: