02 nóvember 2004

Sigurinn er hans...
Sagði Hermundur Rósinkranz
í Ísland í Bítið í gærmorgun um John Kerry.
Ég ætla innilega að vona að hann hafi haft rétt fyrir sér.
Hann sagði að Bush væri með nr 33 sem þýddi að hann væri snjall og ýmsilegt svoleiðis en því miður þá væri hann geðveikur. Ég hef aldrei reiknað út töluna hans Bush en samt var mér búið að detta í hug að hann væri geðveikur.
Ef Guð er til þá sigrar Kerry (nema nottla Guð sé að nota Bush til að aðstoða sig við heimsendi sem verður 2012 miðað við Hermund Rós.)
Við skulum því öll leggjast á bæn og biðja fyrir Kerry sem leiðtoga USA næstu 4 árin og svo er aldrei að vita nema það komi fram hæfur leiðtogi þá (lesist: Af tvennu illu er Kerry SKÁRRI en Bush).

Ég væri alveg til í eins og eitt almennilegt eldgos hérna á klakann bara á meðan það er þétt norðanátt á meðan þannig að það fyllist ekki allt af ösku hérna fyrir norðan. Mér telst svo til að þetta sé þriðja skiptið sem það rýkur í Grímsvötnum (96, 98) á stuttum tíma og svo var eitthvað smá kitl í Kötlu (frekar en Heklu??) 99' að mig minnir. Þetta hefur bara alltaf verið tittlingaskítur þegar uppi er staðið. Auðvitað er þetta stórmerkilegt á fræðingaskalanum þ.e. fyrir Tuma litla og þessa fræðinga, en fyrir okkur hin þá er þetta ekki neitt neitt.. Það sést varla neitt nema reykur. Hvernig væri bara að fá almennilegt Öskjugos með sprenginum og látum? Og hraunið myndi flæða í allar áttir. Kannski alla leið í Kárahnjúka og eyðileggja fyrir þeim þar í leiðinni!! Gæti verið spennandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli