29 nóvember 2004

Tölvuhjálp vikunnar
Þá hefur nýr liður bæst í flóruna!! Það er tölvuhjálp vikunnar. Í þessu felst að ég ætla gefa fólki ráð varðandi tölvunotkun.
Það sem ég ætla að mæla með þessa vikuna er pínu lítið tól frá microsoft sem er hluti af power toys viðbótinni við win xp. Sem sagt þetta á eingöngu við tölvur með Win XP stýrikerfi.
Flestir eru komnir með stafrænar myndavélar og hver kannast ekki við að ætla senda eða móttaka mynd sem hefur verið tekin í hárri upplausn og tekur þar af leiðandi mikið pláss? Þið einfaldlega sækjið þetta litla skjal og keyrið það inn. Eftir að því er lokið getið þið hægri smellt á hvaða mynd sem er og valið resize picture og minnkað eða stækkað myndina eftir geðþótta.
forritið nálgist þið hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli