29 nóvember 2004

tveir dagar í röð!!
Vil byrja á því að hvetja fólk til að halda að sér höndum ef það er í ADSL hugleiðingum.
Þannig er mál með vexti að það er komið nýtt fyrirtæki á markaðinn sem býður MIKLU hraðari tengingu, með ótakmörkuðu niðurhali, fastri iptölu og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir eru að taka símann og voðafón í r***. Þið getið kynnt ykkur þetta nánar hérna.
Ef við berum saman t.d. algengasta pakkann hjá símanum, eins og ég er með. Hann heitir ADSL 2000. Er reyndar kominn í 3000 eða 3mb tengingu. 100 mb í erlent niðurhal. Þetta kostar rétt tæpar 5 þús krónur (4900 og eitthvað) með því að binda sig í 12 mán og eignast routerinn á þessu tímabili.
Hive er með 8mb tengingu (267% meiri hraða), ótakmarkað niðurhal og fasta ip-tölu. Þetta kostar 6 þús á mánuði.
Ég fer alltaf langt fram yfir þessi 100 mb sem ég á í kvóta þannig að þar bætast við einhverjir hundrað kallar. Hjá Hive er routerinn uppsettur þannig að það þarf bara að tengja hann við tölvuna og þá ertu kominn á netið, engar stillingar og ekkert vesen.

Þegar ég tala um að halda að sér höndunum þá meina ég það að miðað við hvernig síminn hefur brugðist við samkeppni í gegnum tíðina þá hljóta þeir í það minnsta að jafna þetta þ.e. bjóða hraðari tengingu en þeir eru að gera fyrir minni pening og síðast en ekki síst hætta að rukka fyrir erlent niðurhal, það er nebbla komið árið 2004 og bara rugl að vera standa í svoleiðis vitleysu.
Þegar það er komið á er miklu einfaldara að sækja sér "frítt" nýjustu bíómyndirnar eða einhverja nýja geisladiska. Ég gef skít í þetta væl í höfundaréttasamtökum. Þeir eru að okra allt of mikið. Það er engin glóra í því að borga einum leikara kannski tvö þúsund milljónir (2.000.000.000 - tveir milljarðar) fyrir að leika í einni bíómynd. Svo okra þeir bara á okkur til að geta borgað leikaranum.


Það má benda á að jólin nálgast hraðar en aldrei fyrr og því hef ég setta saman smá óskalista fyrir ættingja og vini. Þessi listi er ekki tæmandi og ekkert sem mælir gegn því að gefa mér ekki neitt eða einfaldega eitthvað annað en er á listanum. Þetta er svona meira ykkur til fróðleiks.

Jólagjafalisti Andra
*Stjörnukíkir
*fjarstýrð þyrla
*fartölva
*harðan disk (200+ gb)
*frið á jörð
*dvd brennara
*góða bók (á biblíuna)
*meiri sjálfsaga

Þetta er svona það sem mér datt í hug í fljótu bragði. Það er reyndar misjafnlega erfitt að uppfylla þessar óskir en það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli