29 nóvember 2004

Það var verið að hringja í mig og bjóða mér að kaupa geisladisk til styrktar unglingadeild SÁÁ. Það er mikill niðurskurður þar á bænum og eru þeir því að reyna að sanka að sér aur. Ég sagði nei sökum eigin fjárskorts. Síðan fór ég að pæla.
Ef ég myndi bara segja nei, þó ég ætti alveg pening, því mér fyndist það bara óþarfi. Þetta fólk hefur val um hvað það gerir er það ekki? Ég hef verið unglingur, ég fór samt ekki í dóp þó svo ég hefði alveg eins getað það eins og hver annar. Ég valdi bara að gera það ekki. Af hverju á ég síðan að vera borga fyrir meðferð hjá einhverjum sem valdi eitthvað annað?? Það er fullt af fólki sem er í aðstæðum þar sem það hafði ekkert val t.d. bara munaðarleysingjar, öryrkjar eða fátæk börn í Afríku.
Maður hreinlega spyr sig....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli