27 desember 2004

Þetta eru vondar fréttir...
... sem koma frá Asíu með jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem kom í kjölfarið. Yfir 11 þúsund látnir samkvæmt nýjustu fréttum.
Eitt sem ég tók eftir en það var með styrkleika jarðskjálftans. Hann mældist 8,9 stig á Richterskvarða. Það er svipað með þetta og milljarðana að maður áttar sig engan veginn á þessum tölum nema bera þær saman við eitthvað sem við þekkjum. Til dæmis er búið að fjalla svolítið um yfirtöku Baugs á einhverri sjoppu í Englandi og er talað um að heildarfjármögnunin sé 112 milljarðar. Ég veit ekki með ykkur en þó þetta væru 113 milljarðar þá myndi það litlu breyta eða hvað? Þetta eru jú ekki nema 1000 milljónir. Hvern munar um það?
En aftur að því sem ég var að tala um áðan, þá var þessi jarðskjálfti 8,9 á Richter en stóri suðurlandsskjálftinn var eitthvað um 6,5 á Richter. Það munar ekkert svo agalega miklu eða hvað? Það er málið með þennan Richterkvarða að hann byggist á einhverjum logaritma og einhverju óskiljanlegu sem gerir leikmanni mjög erfitt fyrir að skilja hversu öflugur skjálftinn var. 6 er 10x öflugri en 5 og 100x öflugri en 4 á Richter. Þetta segir mér bara að þessi skjálfti var helvíti öflugur og má kannski bend á svona öflugur skjálfti getur ekki orðið á Íslandi sökum veikbyggðra fleka.
Samkvæmt mogganum sem lýgur aldrei hafði þetta áhrif á snúning jarðar um möndul sinn. Hvað þýðir það eiginlega? Þurfum við að flýta/seinka klukkunum okkar til að komast aftur í samræmi eða seinkar vorinu um einn dag? Maður hreinlega spyr sig...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli