25 desember 2004

Gleðileg Jól
með stóru joði.

Jæja nú eru jólin nánast búin þetta árið. Vona að steikin hafi farið vel í ykkur, hún fór allavega vel í mig. Er búinn með tvær umferðir þegar þetta er skrifað.
Það segja mér fróðir menn að veðrið sé svo gott sem brjálað á Húsavík þessa dagana. Ég rétt slapp fyrir horn. Fínt veður í borginni, aldrei þessu vant.

Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér hvernig þetta hefur byrjað upphaflega með andheiti og svoleiðis. Stundum þá er eitthvað orð og annað orð er andheiti til dæmis ljótur-sætur, stór-lítill, heitt-kalt og það allt. Stundum er hins vegar bara bætt við "ó" fyrir framan og þá er komið andheiti til dæmis þægur-óþægur, þægilegur-óþægilegur eða satt og ósatt.
Oftar en ekki þá eru þessi orð sem byrja á "ó" neikvæði hlutinn í parinu.
Ætli menn hafi bara stundum ekki nennt að reyna að finna eitthvað annað orð yfir hið gagnkvæma og ákveðið að skella bara "ó" fyrir framan? Maður hreinlega spyr sig.
Sigga litla er alltaf svo þæg og góð annað en bróðir hennar sem alltaf hmmmm (hugsar "ekki þægur"), bara Ó-þægur.
Það sem vantar hins vegar er andheiti við sum orð. Til dæmis þá er talað um að vera óglatt en yfirleitt talar maður ekki um að vera glatt! Síðan þegar maður er svona í millibils ástandi (eins og ég er núna) ekki svangur og ekki saddur, hvað er maður þá? Einhvern tíman ræddum við þetta yfir kaffibolla á Hlöðufelli sálugu og komumst að þeirri niðurstöðu að maður væri svaddur. Þangað til einhver kemur með tillögu að betra orði þá skal þetta standa.
Þegar maður er ekki þyrstur þá er alls ekki gott að segja Ó-þyrstur, það hreinlega gengur ekki. Þarna vantar tilfinnanlega eitthvað orð. Það eru fleiri orð sem vantar ég bara man ekki fleiri í augnablikinu. Ég skora á ykkur að kommenta ef þið eruð með tillögur að orðum eða ef það er eitthvað fleira sem vantar orð yfir.

Ég þarf síðan að kanna nánar, mig minnir nefnilega að ég hafi einhvern tíman heyrt að það væri til einhver nefnd (kemur á óvart á íslandi:) sem færi yfir og samþykkti eða hafnaði (andheiti) nýjum orðum í íslenskri tungu og kæmi með tillögur líka. Núna kemur það sem ég þarf að kanna, ég tel mig hafa heyrt einhverntíman að maður gæti komið með tillögu að orði og ef það yrði samþykkt fengi maður einhverjar örfáar krónur fyrir að vera skarphugsandimaður. Þetta fer ég í við fyrsta tækifæri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli