15 desember 2004

Núna á ég að vera læra fyrir próf
en er bara að hangsa á netinu.
Þannig er þetta alltaf því miður. Það er líka gott að hafa fylgst eitthvað með í vetur og kunna þetta ágætlega.
Er búinn að vera glugga í Bókatíðindi og það er svo mikið af bókum sem mig langar að lesa þessi jólin að ef ég fengi þær allar yrði ég fram að páskum að lesa.

Mér finnst það frábær tíðindi að stjórnvöld ætli að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Reyndar finnst mér það líka með ólíkindum miðað við fyrri stefnur stjórnvalda í utanríkismálum (lesist sleikja USA upp og apa eftir þeim). Það er bara ekki lýðandi að bandaríkjamenn geti sett sín eigin lög um allan heim og ætlast síðan til þess að allir fylgi þeim.

Sá á netinu fyrr í dag að maður á flórída hefði verið kærður fyrir að bíta hundinn sinn. Ekki það að ég sé hliðhollur því að bíta hunda frekar en að þeir bíti fólk. Ég þekki hins vegar mann sem beit hund um árið í refsingarskyni því hundurinn beit frænkuna! Ég veit ekki til þess að hann hafi verið kærður:)

Svona í lokin þá lýsi ég yfir ánægju með hækkun samgönguráðuneytisins á hámarkssektum fyrir umferðarlagabrot. Þetta þýðir að t.d. maður sem er tekinn fullur á bíl, búinn að stofna lífi fjölda fólks í hættu, getur þurft að borga 300 þúsund krónur í stað um 100 þús.
Reyndar þýðir þetta líka að sé maður staðinn ítrekað að því að keyra dráttarvél próflaus getur maður fengið STÓRA sekt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli