28 janúar 2005

Þannig fór það
Þetta var nú orðið nokkuð í áttina hjá ykkur, sérstaklega með lungnakrabbalotteríið. Það er sem sagt nýyrði yfir reykingar. Reykingar eru orðnar svo off í þjóðfélaginu í dag og alltaf að verða neikvæðari atburður. Þá er ekki úr vegi að nota neikvætt orð yfir það líka!!!
Hitt orðið var ekki jafn "auðvelt". Þröskuldarhommi sé ég fyrir mér sem orð yfir karlmenn sem í dag eru kallaðir metrosexual. Metrosexual karlar eru svona menn sem hugsa meira um útlitið en tíðkast hefur, þeir fara í ljós, hand/fót-snyrtingu, strípur, bera á sig krem og eru meðvitaðir um allt líkamlegt heilbrigði. Fyrir nokkrum árum síðan hefðu þeir verið kallaðir hommar, en tímarnir eru breyttir og þetta er orðin staðreynd í dag án þess að menn séu samkynhneigðir. Upphafsmaður, ef svo má kalla, metrosexual-isma mun vera David Beckham fótboltagúru að aðalstarfi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli