10 janúar 2005

Ljótur Sigur Bambi?
"Maður tekinn við að ryksuga pening úr stöðumælum"
ætli hann hafi líka stolið rafmagni úr næsta ljósastaur eða??

Það uppgötvuðu allir helstu fréttamiðlar í dag að mannanafnanefnd væri við lýði. Kannski þeir hafi fengið fréttayfirlýsingu með upplýsingum um það helsta frá síðasta ári, ég fékk hana allavega ekki!!
Allavega fór ég á stúfana og athugaði hvað væri svona það helsta hjá mannanafnanefnd.
Ég get ekki betur séð en helsta týskan þessa dagana sé að sækja um einhver þekkt útlensk nöfn eða að skýra íslenskum nöfnum sem líta út fyrir að vera útlensk. Með öðrum orðum að skrifa helst öll nöfn með Z, C eða Y.
Nokkur nöfn sem hlutu náð fyrir augum nefndarinnar eru Aurora, Kirsten, Maj, Natalie, Nicole, Susan og Tanya hjá kvk og hjá kk var það Christian, Cýrus, Patrick svo eitthvað sé nefnt.
Það má líka heita Nóvember, Orfeus, Grét,
Fyrirsögnin er dæmi um hvað einstaklingur gæti heitið.

Það vantar bara að fólk fái að heita í og á. Þá væri hægt að heita heilli setningu með góðu móti. Bambi Grét Í Nóvember!!!
Mig langar líka að vita hvað vakir fyrir fólki að skýra barnið sitt t.d. Bambi?? Vonandi heitir enginn Bambi, það er of erfitt held ég.

Í lokin þá mæli ég með að nefndin gefi leyfi á eftirtalin nöfn: Email, Punkturis, Punkturkom, File, Window, September, Opera og Stubbur

Þetta er Andry Walurr Ývarson sem talar frá Húsavýk

p.s. spurning dagsins; "Hvaða kyni átti nafnið Jóvin að tilheyra (því var hafnað)"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli