24 janúar 2005

Nýyrði
Í framhaldi af umræðunni hjá mér um daginn af nýyrðanefndinni, þessari sem samþykkir nýyrði inn í tungumálið og borgar manni fyrir (ef sagan er rétt), þá ætla ég að skella hérna fram tveimur nýyrðum og leggja þau í dóm. Annað orð sem hefur verið notað á Íslandi í tugi ára og er þetta ekki ætlað til að leysa það fullkomnlega af hólmi heldur getur það komið að hluta til í staðinn, hitt orðið er hins vegar alveg glænýtt að mér vitandi og hef ég ekki heyrt íslenska þýðingu á þessu orði áður.
Nú mátt þú, lesandi góður, giska á fyrir hvað þessi orð standa og er fílakaramella í verðlaun.
orðin eru þröskuldarhommi og lungnakrabbalotterí.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli