14 febrúar 2005

En ekki hvað?
Mínir menn, Man U, unnu grannaslag í gær með tveimur glæsilegum mörkum. Gaman að því. Liverpool tapaði í fyrradag fyrir stórliðinu Birmingham, jafnvel ennþá meira gaman að því.
Var að skoða fótbolti.net áðan og sá að Eiður Smári var tekinn fullur á bíl, ekkert svo gaman að því. Óheppinn hann segir kannski einhver þegar hann les þetta. Kannski má líka segja að hann hafi verið heppinn. Tekinn fyrir að keyra of hratt og þá kemur í ljós að hann var fullur. Kannski, ef löggan hefði stoppað hann, hefði hann lent í árekstri eins og gerist oft þegar menn eru fullir að keyra. Það hefði verið miklu meiri óheppni. Maður veit samt aldrei því þetta kannski setur málin svolítið í nýja vídd.
Sá líka á fótbolti.net að það eru einhverjar gamlar knattspyrnu "hetjur" að hneykslast á því að Ronaldo hin eini sanni hafi þurft að taka af sér eyrnalokkana áður en hann fór inn á völlinn. Þeir segja, eins og allt fullorðið fólk, "þetta var ekki svona í gamla daga". Þá voru engir hommar og kellingar í fótbolta. Þá var bara barátta og enginn meiddist. Það voru heldur engin gul og rauð spjöld því menn hörkuðu bara af sér. Þeir sögðu þetta ekki beint svona en þetta er hægt að lesa á milli línanna. Þetta gæti kallast gamladaga-syndrum því þá var allt best. Svona eins og þegar gamlir kallar segja "við notuðum aldrei heyrnahlífar þegar við vorum að vinna í gamla daga". Þá segi ég "þið hefðuð betur gert það". Þá segja þeir "ha?" af því þeir eru heyrnalausir eða svo gott sem. Það mætti kannski benda þessum gömlu fótbolta "hetjum" á að í gamladaga þegar þeir voru að spila þá var Maradonna líka að spila. Hann var bæði besti knattspyrnumaður allra tíma og með eyrnalokk. Kannski það kunni einhver fræðilega skýringu afhverju fólk haldi alltaf að allt hafi verið best í gamladaga???

spurning dagsins: Getur glas verið stútfullt?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli