08 febrúar 2005

Er ég einn um að...
... þola ekki þessar opinberu vel auglýstu skattalækkanir hjá ríkisstjórninni en vel földu óbeinu skattahækkanir til að borga þetta upp???
Það er á allra vitorði að þeir tróðu í gegn einhverri fáránlegri skattalækkun sem mikið var rifist um á sínum tíma. Það vita hins vegar færri um alla óbeinu skattana sem hafa verið lagðir á í staðinn. Það kom reyndar í fjölmiðlum þegar þeir hækkuðu vörugjald á tóbaki og áfengi. Bara sú hækkun dekkaði 1/4 af skattalækkuninni. Þeir eru búnir að hækka gjald í framkvæmdarsjóð aldraðra, sem allir þurfa að borga, um 162 krónur eða 3% (2.des). Ekki það að mig muni eitthvað um þessar krónur en mig munar heldur ekkert um 0,00043& skattalækkun.
21. des læddist í gegnum hið háa Alþingi að hækka skildi bifreiðagjöldin. Er því miður ekki með töluhækkunina á hreinu. Síðan er listi yfir svona 100 gjöld sem hækka öll um einhverjar krónur eða þúsundkalla. Það er kallað aukatekjur ríkissjóðs á Alþingisvefnum. Þið getið skoðað þetta nánar hérna.
Svona er Ísland í dag. Þið haldið að þið séuð að borga minna en þegar uppi er staðið er bara verið að taka aurinn úr hinum vasanum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli