07 febrúar 2005

hvenær kemur framtíðin?
Þetta er býsna góð spurning og gott ef það er ekki bara svolítið erfitt að svara henni.
Maður gæti til dæmis sagt að framtíðin sé komin eða að hún sé að koma. Það er hvorki vitlausara né réttara en eitthvað annað.
Ég var að velta þessu með framtíðina fyrir mér því það er ákveðin "uppfinning" sem ég er að bíða eftir. Það er nebbla svolítið sem mér datt í hug fyrir mörgum árum og þarf væntanlega að bíða eftir í mörg ár í viðbót. Þyngdarleysis rúmið er það sem mig vantar. Þetta yrði kannski ekki beint rúm heldur meira svona klefi með þyngdarleysi þar sem maður sefur. Held nebbla að það væri svo asskoti gott fyrir bakið að sofa í þyngdarleysi. Bara að leggjast "niður" og búmm, maður svífur um og enginn sérstakur þyngdarpunktur eða neitt.
Gefum þessu svona 15 ár og þá verður NASA búið að þróa einhverja góða aðferð til að framkalla þyngdarleysi og síðan svona 10-15 ár í viðbót og þá er þetta komið......

Engin ummæli:

Skrifa ummæli