04 febrúar 2005

Ryksuga
Er einhver sammála mér í því að þegar maður pælir í því þá er asnalegt að segja "ég var að ryksuga eða nennir þú að ryksuga stofuna"?
Tækið sem maður notar til verksins heitir ryksuga sem er hreinlega samansetning á orðunum ryk og sögninni sjúga. Tækið, sem sýgur ryk, heitir því ryksuga sem er bara nokkuð rökrétt. En af hverju segir maður "ryksuga" þegar maður er að nota tækið? Væri ekki nær að segja "ryksjúga" gólfið eða eitthvað álíka?
Hér með mælist ég til þess að næsta nýyrði verði sögnin að ryksjúga.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli