05 febrúar 2005

Íslenska...
...er kannski eitthvað sem maður ætti að leggja fyrir sig í háskólanum!! Ég er ekki að halda því fram að ég sé svo agalega góður í íslensku, heldur gæti þetta bara verið nokkuð áhugavert nám.
Ég var til dæmis að vinna veðmál við Agnesi áðan um hvort maður ætti að segja spyrja eða spurja. Agnes sagði að maður ætti að segja spurja og spurði mig síðan hvort maður hvort þetta væri ekki spurning en ekki spyrning.
Þá sagði ég henni að maður myndi segja smyrja en ekki smurja, samt væri þetta smurning ekki smyrning og þá hætti hún við að veðja við mig og sagði að ég væri örugglega búinn að fletta þessu upp. Ég var ekki búinn að því þá en er búinn að því núna. Þið sem viljið fá þetta alveg 100% þá er þetta hérna.

Sá um daginn að Bush og hans ofsatrúarfólk í usa eru búnir að eyða yfir 8000 milljörðum í "kynlífs"fræðslu. Fræðslan fólst ekki í því að kenna ungu fólki að stunda öruggt kynlíf heldur a la JPP (Jóhannes Páll Páfi) þ.e. ekkert kynlíf fyrir hjónaband. Það misheppnaðist auðvitað eins og allt annað sem þessi maður kemur nálægt (nema dætur hans ef þær eru þá hans). Það er víst miklu hærra hlutfall af ungmennum sem stunda kynlíf núna í usa heldur en fyrir 4 árum þegar asninn tók við.

Spurning dagsins birtis mér í þessum skrifuðu orðum...... Afhverju í ósköpunum er páfinn alltaf kallaður Jóhannes Páll Páfi II. Hann er frá Póllandi og heitir hvorki Jóhannes né Páll. Hann heitir Karol Vojtila en er vissulega Páfi.
Svar óskast og fílakaramella í verðlaun

Engin ummæli:

Skrifa ummæli