01 mars 2005

Anal sex!!
Áfram heldur þetta afturendahjakk hjá olíufélögunum. En eina ferðina búið að hækka bensínið. Það er víst búið að vera kalt í evrópu þannig að þetta er skiljanlegt. Furðulegt hvað lágt verð á dollara tekur langan tíma að skila sér til neytenda. Þá á ég ekki bara við olíufélögin. T.d. er verðstríð hafið í "lágvöruverslunum" landsins. Spurning hvort þeir hafi allt í einu fattað að álagningin væri búin að aukast til muna þar sem vörurnar eru búnar að lækka í innkaupaverði. Ekki veit ég það en gæti samt trúað því. Bílaumboðin eru að keppast við að slá af verði á nýjum bílum. Það er ekki óalgengt að sjá nýjan bíl með 300 þús króna "afslætti". Svona er þetta bara og við verðum bara að sætta okkur við það.

Á meðan ég man þá hló ég mikið þegar ég sá fyrirsögnina í einhverju blaðinu:
litla fíkniefnamálið

Það kom á daginn að einhverjir asnar höfðu verið með tóbaksblandað hass, nánar tiltekið 0,07 grömm. En það er ólöglegt þó það sé svona lítið. Mér fannst þetta samt fyndið. Ætli niðurstaðan verði ekki sú að gaurinn (eða gaurarnir man ekki hvort) þurfi að borga einhverja x upphæð í sekt. Svo er þessi sekt svona 1/4 af því sem einhver annar þurfti að borga, munurinn er sá að hann var tekinn með 4 grömm sem er 57 sinnum meira dóp og ekki tóbaksblandað. Það nebbla borgar sig á íslandi að ef maður er á annað borð að brjóta af sér þá á maður að gera það almennilega. Miklu betra að ræna banka og fá 3 mánuði en ræna gamla kellingu og fá 2!
Annars var í fréttablaðinu um daginn frétt um tvo gaura sem stálu undan skatti. Þetta voru tvö mismunandi mál en bæði svipuð. Þeir fengu svipaða dóma líka. Annar stakk undan 20 milljóna virðisaukaskatti u.þ.b. Hann fékk sekt sem jafngildir tvöfaldri þeirri upphæð (sem er lágmarks sekt fyrir svona brot) og einhverja mánuði skilorðsbundið í fangelsi (sem þýðir að hann þarf ekki að sitja inni). Ef hann borgar ekki sektina þá þarf hann að sitja af sér 12 mánaða dóm. Eftir 2/3 af þessum 12 mánuðum, eða 8 mánuði er hann laus (svo framarlega sem hann hefur ekki drepið einhvern í grjótinu). Þetta er skal ég ykkur segja örugglega það best "launaða" sem þessi maður gat fengið. Ég væri alveg til í svona laun.
Ætli þetta sé ekki málið. Að stjórna einhverju fyrirtæki í eitt ár. Stinga öllu sem maður getur undan og leggja inn á reikning á Cayman Icelands og sitja síðan af sér dóminn. Þá er maður lögum samkvæmt búinn að gera upp við ríkið og getur hafist handa við að spreða út í loftið. Allt í boði ykkar hinna.

p.s. hvað er þetta "gal" í galtómt???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli