08 mars 2005

Kannski ekki!!
Þetta er kannski ekki jafn mikið analsex og ég vildi meina. Það er nebbla staðreynd að olíufélögin hafa lækkað verðið og eru meir að segja nokkrir dagar síðan. Ástæðan? Jú Atlandsolía lækkaði ekki verðið hjá sér og þar af leiðandi drógu öll hin félögin hækkanir sínar til baka 2-3 dögum síðar. Þetta segir okkur bara það að Atlandsolía er fyrirtæki sem er að gera góða hluti og skora ég því á alla að kaupa eldsneyti þar ef þeir hafa þess kost. Ekki bara versla "þarna" því "ég geri það alltaf" eins og maður heyrir svo oft..

Annars er stríð á Íslandi þessa dagana. Það eru ekki margir sem deyja í þessu stríði. Þetta er nebbla svokallað verðstríð. Skemmtilegt nafn finnst mér, yfir það þegar verslanir keppast við að bjóða kúnnanum skikkanlegt verð á vörum. Ef öll stríð væru bara svona jákvæð.
Annars hef ég ekki mikla trú á svona verðstríði. Bónus, Nettó, Kaskó, Krónan og hvað þessari verslanir heita eru búnar að lækka verð á ákveðnum vörum niður úr öllu valdi. Eða hvað? Eru þeir að tapa á því að selja sumar þessar vörur? Mitt svar er nei. Þeir eru bara ekki að græða jafn mikið. Það er ekkert eðlilegt við það að Bónus verslanirnar séu með læsta verðið í mörg ár en engu að síður eru þær að skila þúsundum milljóna á ári í hagnað. Auðvitað er eðlilegt og sjálfsagt að þessar verslanir skili hagnaði, annars myndi enginn nenna að standa í þessu.
Ástæðan fyrir því að ég hef ekki mikla trú á svona verðstríði er sú að ég held að þetta sé svipað og með verðstríðin hjá olíufélögunum. Þetta stendur yfir í nokkra daga jafnvel 1-2 vikur og síðan deyr þetta út. Allir hækka sig svipað mikið og allt verður eins. Bónus með lægsta verðið og hinir fylgja á eftir með aðeins hærra verð og allir sáttir.
Þetta er allavegana staðreynd með verðstríðin hjá olíufélögunum, en ég ætla að vona að þetta verði ekki staðreynd hjá matvörubúllunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli