08 mars 2005

Mig langaði bara að koma því að hérna að tvær lélegustu myndir sem ég hef séð í ferlinum eru að öllum líkindum
U.S. Seals II: The Ultimate Force
Sem er samt mynd sem allir ættu að sjá. Það er svona kung fú hljóð alla myndina. Meir að segja þegar menn kveikja sér í sígarettu þá heyrist hviss þegar þeir lyfta höndinni.
hin myndin er
The Tower
Sem fjallar um hátækni byggingu sem er alveg tölvustýrð. Hún verður reið og tekur málin í sínar hendur. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar byggingin drepur einn mann með því að klemma lyftuhurð utan um hann og kremja hann til baka.

Ég óska sérstaklega eftir kommentum frá einhverjum sem hafa séð þessar myndir og ef þið hafið ekki séð þær þá endilega að skella sér á næstu leigu og skoða þær. Það er reyndar ekki víst að Towerinn sé til þar sem þetta er sjónvarpsmynd en Krilli átti hana á sínum tíma. Hin er nýleg mynd og ætti að vera til á öllum betri myndbandaleigum..


roger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli