25 apríl 2005

Hvurt stefnir þetta þjóðfélag?
Eða bara heimurinn allur??

Síðustu daga hefur ýmislegt borið á góma. Flestir hafa heyrt af aðferðum handrukkara á akureyri, þar sem tveir drengir tóku þann þriðja og skutu hann með loftbyssu til að meiða hann og hræða, sökum þess að hann skuldaði aur fyrir fíkniefnum.
Ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér. Á maður að halda með "greyið" gaurnum sem gerði ekkert af sér nema nota aðeins meira dóp en hann gat borgað eða með handrukkurunum sem eru bara að vinna vinnuna sína?
Mig langar svolítið að vita hvað ykkur finnst um þetta mál ef einhver nennir að skrifa í kommentin. Ég meina ef það væru ekki handrukkarar þá væri einfaldlega verið að gera dópista ræflunum auðveldara fyrir og sölunum erfiðara fyrir. Held að það myndi ekkert endilega leiða neitt gott af sér.

Dóri virðist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun þó ótrúlegt sé. Hann þykist ætla krufla eitthvað í eftirlaunafrumvarpinu svokallaða. Fyrir þá sem þekkja ekki málið þá er í dag mögulegt fyrir fyrrverandi alþingismenn að fá full eftirlaun þó þeir séu á fullum launum hjá ríkinu við að gera eitthvað annað. Fréttirnar segja að Dóri ætli að breyta þessu á meðan Ævar og félagar í hinum hæst virta sjálfstæðisflokki vilja alls ekki breyta þessu. Þetta er ágætis launauppbót fyrir þessi grey þegar þau hætta á alþingi að fá úthlutað einhverri vinnu t.d. sendiherra í Hvergilandi og þiggja fyrir það full laun og fá í leiðinni fullar eftirlaunagreiðslur.
Vonandi að Ævar Þ lesi þetta því hann hefur örugglega einhverja útskýringu á þessu sem leiðir til þess að maður skilji þetta mál.

Nýi páfinn Benni sixteen eins og hann er kallaður er að öllum líkindum fífl. Fyrir utan það að trúa á guð og halda að hann sé í beinu símasambandi við almættið þá gerði hann allt sem í hans valdi stóð til að hylma yfir og þagga niður barnaníðingshátt í kaþólskum prestum.
Ef Guð væri til þá myndi hann örugglega ekki kjósa einhvern níðing sem sinn helsta fulltrúa hér á jörð, það er pottþétt. Þar af leiðandi væri Guð í vandræðum því þessir Kaþólsku prestar eru allir meira og minna barnaperrar (ég veit þetta er alhæfing, satt uns annað sannast)

Nóg í bili

Engin ummæli:

Skrifa ummæli